VINNINGSHAFI HÖNNUNARSAMKEPPNI PAPER COLLECTIVE, HÚSA & HÍBÝLA OG EPAL

Það var hann Þorsteinn Orri, 18 ára upprennandi listamaður sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkepni Paper Collective, Húsa & Híbýla og Epal. Þorsteinn Orri hefur lokið listnámi frá Borgarholtsskóla og mun ljúka stúdentsprófi með listnámi nú í haust en markmiðið í framtíðinni er að starfa sjálfstætt sem grafískur hönnuður.

Innblásturinn af myndinni fékk Þorsteinn þegar hann var staddur í Skagafirði og heillaðist af fallegri náttúrunni og hvernig geislar sólarinnar lituðu fjöllin. Hugmyndin var síðan unnin í illustrator og aðspurður segist hann ekki hafa átt von á því að vinna keppnina. Myndin fylgdi sem póstkort með nýjasta Hús og Híbýli og mun Paper Collective síðan framleiða myndina.

Við óskum Þorsteini Orra til hamingju með sigurinn og óskum honum velgengni með listsköpun sína í framtíðinni. Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla. 

Jafnframt þökkum við þeim fjölmörgu hönnuðum og listamönnum fyrir sem sendu inn myndir í samkeppnina.