
Black+Blum framleiðir hágæða og stílhreinar vörur til hversdagslegrar notkunar. Hvort sem þú ert á ferðinni, á skrifstofunni eða á meðan tómstunda og íþróttastarfi stendur, þá eru nestisboxin, drykkjarflöskurnar og hitamálin frá Black+Blum tilvalinn félagi fyrir daginn. Allar vörurnar eru sérstaklega vandaðar hvað varðar virkni, endingu og hönnun. Black+Blum hannar vörur fyrir fólk sem er á ferðinni og með virðingu fyrir umhverfinu.