
Design House Stockholm var stofnað árið 1992 af Anders Färdig með það í huga að kynna skandinavíska hönnun um allan heim. Núna rúmlega 20 árum síðar er Design House Stockholm orðið rótgróið hönnunarfyrirtæki í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Fyrirtækið titlar sig sem útgáfufyrirtæki fyrir hönnun og er sífellt í leit af nýjum og spennandi vörum. Vinsælasta vara þeirra frá upphafi er Pleece línan sem inniheldur einstaklega mjúka trefla og húfur úr sérstöku flísefni sem er eins og kasmírefni í viðkomu.