
Ljósin frá danska ljósaframleiðandanum Frandsen eru spennandi nýjung í ljósadeild Epal. Frandsen var stofnað árið 1968 af Benny Frandsen og hefur síðan þá haldið fast við danska hönnunararfleið sína og á sama tíma kynnt til sögunnar nýja strauma og lýsingarlausnir. Frandsen býður frábært úrval af vönduðum ljósum í ótal útfærslum, allt frá klassískum loftljósum, lömpum, hleðslulömpum ásamt byltingarkenndum þráðlausum LED veggljósum og útiljósum sem munu án efa vekja mikla eftirtekt.