
Fritz Hansen er alþjóðlegt hönnunarmerki, stofnað í Danmörku árið 1872 og er í dag órjúfanlegur hluti af menningararfi dana og þjóðarsál. Fritz Hansen framleiðir heimsþekkta hönnun, klassík sem þekkist um allan heim ásamt nútímalegum húsgögnum, lýsingu og smávöru sem bera af í gæðum og endingu. Fritz Hansen framleiðir hönnun eftir nokkra þekktustu hönnuði heims og má þar nefna húsgögn Arne Jacobsen, einum áhrifaríkasta arkitekt sem uppi hefur verið.