
FROST Denmark var stofnað árið 2002 af Hans Jørgen Frost og er í dag þekktast fyrir margverðlaunuðu ruslatunnuna Frost Pedal bin. Ruslatunnan hefur hlotið bæði iF hönnunarverðlaunin 2018 ásamt Red Dot verðlaunin 2018 sem mætti líkja við það að hafa unnið Óskarinn í flokki hönnunar. Epal er söluaðili FROST á Íslandi, og bjóðum við upp á frábært úrval af fallegri hönnun fyrir heimilið, þá sérstaklega fyrir baðherbergi.