Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala, stofnað 1873 í Finnlandi. Fyrstu Múmín vörurnar frá Arabia komu út á fimmta áratugnum. Múmínkrúsirnar eru eftirsóttir safngripir í dag - ásamt krukkum, könnum, skálum, diskum og öðrum hlutum. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini.