
Salún er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilistextíl. Salún er óður til hins einstaka, íslenska salúnavefnaðar en djörf munstrin byggja á hefðum og reglum sem salúnvefnaðurinn krefst.
Menningararfur er Salún mikilvægur og við hönnun og framleiðslu á vörunum er lögð áhersla á að upphefja og sameina íslenskan menningararf sem samtvinnast í textíl-og sundlaugamenningu þjóðar.